Niðurstöður 1. áfanga

Verkefnisstjórn 1. áfanga skilaði niðurstöðuskýrslu haustið 2003. Á grundvelli mats faghópa flokkaði verkefnisstjórnin 35 nýjar virkjunarhugmyndir í fimm flokka (a til e) eftir umhverfisáhrifum, aðra fimm flokka eftir heildarhagnaði og fimm flokka eftir arðsemi. Einnig voru flokkaðar til samanburðar 3 jarðvarmavirkjanir og 5 vatnsaflsvirkjanir sem höfðu áður gengið í gegnum ítarlegra mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Þessi samanburður þótti æskilegur sem viðmið og til kvörðunar á matsaðferðum.

Einfaldaðar niðurstöður flokkunar 

Að neðan er niðurstaða flokkunarinnar með tilliti til umhverfisáhrifa sýnd. Samanburðarvirkjanir eru með í þessum töflum og raðað er eftir umhverfisáhrifum (U) og síðan heildarhagnaði  (H) eða arðsemi (A). Á svipaðan hátt mætti draga niðurstöðurnar saman þar sem efst væri raðað virkjunum með hagstæðasta flokk heildarhagnaðar eða arðsemi. Þar skortir hins vegar gögn til að greina á milli jarðvarmavirkjana. Um þessa flokkun voru gerðir fyrirvarar vegna takmarkaðra gagna, einkum um umhverfisáhrif, en einnig um heildarhagnað og arðsemi, þar sem frumáætlanir um tilhögun voru skammt á veg komnar. 

Nánari lýsingu á töflunum sem hér eru á eftir er að finna í niðurstöðuskýrslu 1. áfanga bls. 63. o. áfr. 

Flokkur a, minnst umhverfisáhrif

Í flokk a með minnstum umhverfisáhrifum féllu 19 virkjanir með samanlagða nýja orkugetu um 11.200 GWh (Gíga-watts-stundir) á ári. Þrjár þeirra voru vatnsaflsvirkjanir en hinar jarðvarmavirkjanir. Arðsemi virkjunarkostanna var yfirleitt í meðallagi (flokkur c á skala a til e). Gögn skorti til að greina á milli jarðvarmavirkjana um arðsemi og heildarhagnað. 

 Virkjunarstaður  Staðsetning Tegund* Röð Flokkun** 
U  H  A
Gæði
gagna***
I  II  IV 
 Orkugeta
(GWh/ár)
Ný orku-
geta alls
(GWh/ár) 
Svartsengi-stækkun Reykjanes-skagi  HS  1  a  d  a  B  A  A  140  -
Nesjavellir-stækkun Hengilssvæði  HS  2  a  d  a  A  A  A  210  -
Núpsvirkjun a Neðri Þjórsá  V  3  a  b  c  A  A  A  1.001  1.001
Núpsvirkjun b Neðri Þjórsá  V  4  a  b  c  A  A  A  1.019  -
Krafla 1-stækkun Kröflusvæði  HS  5  a  d  b  B  A  A  280  -
Hágöngusvæði Vestan Vatnajökuls  H  6  a  c  c  B  C  B  840  1.841
Hellisheiði Hengilssvæði  H  7  a  c  c  A  A  B  840  2.681
Sandfell Krýsuvík  H  8  a  c  c  C  C  C  840  3.521
Þverárdalur Hengilssvæði  H  9  a  c  c  C  C  C  840  4.361
Ölkelduháls Hengilssvæði  H 10  a  c  c  B  C  B  840  5.201
Bjarnarflag Mývatnssvæði  H 11  a  c  c  A  A  A   560  5.761
Krafla-Vestursvæði Kröflusvæði  H  12  a  c  c  B  A  B  840  6.601
Austurengjar Krýsuvík  H 13  a  c  c  B  C  C  840  7.441
Seltún Krýsuvík  H  14  a  c  c  B  C  B  840  8.281
Reykjanes Reykjanes  H  15  a  c  c  A  A  B  840  9.191
Innstidalur Hengilssvæði  H 16   a  c  c  B  C  B  840  9.961
Trölladyngja Reykjanessvæði  H  17  a  c  c  B  B  B  840  10.801
Hólmsárvirkjun V-Skaftafells-sýsla  V  18  a  d  c  B  B  B  438  11.239
Búðarhálsvirkjun Þjórsá  VS  19  a  d  d  A  A  A  630  -

    *  H=Háhiti / V=Vatnsafl / S=Samanburðarvirkjun
  **  U=Umhverfisáhrif / H=Heildarhagnaður / A=Arðsemi
***  I = Faghópur I / II = Faghópur II / IV = Faghópur IV

Flokkur b, lítil umhverfisáhrif

Níu virkjunarkostir með samanlagða orkugetu um 5.775 GWh á ári féllu í umhverfisflokk b og yfirleitt arðsemisflokk c eða betri (á skala a til e). Sex þeirra voru vatnsaflsvirkjanir en 3 jarðvarmavirkjanir. Í þessum hópi voru sérstakar athugasemdir gerðar við Skaftárveitu vegna landslags og skorts á gögnum um áhrif á vatnasvæði í Skaftárhreppi og Brennisteinsfjöll vegna landslags og víðernis.

 Virkjunarstaður Staðsetning  Tegund* Röð Flokkun** 
U  H  A
Gæði
gagna***
I  II  IV 
 Orkugeta
(GWh/ár)
Ný orku-geta alls
(GWh/ár) 
Skaftárveita V-Skafta-fellssýsla  V  20  b  b  a  B  B  B  450  11.689
Skaftárvirkjun  V-Skafta-fellssýsla  V  21  b  b  b  B  B  B  904  12.593
Krafla-Leirhnjúkur Kröflusvæði  H  22  b  c  c  B  B  C  840  13.433
Urriðafossvirkjun Neðri Þjórsá  V  23  b  c  c  A  A  A  920  14.353
Brennisteinsfjöll Reykjanessvæði  H  24  b  c  c  C  B  C  840  15.193
Þeistareykir S-Þingeyja-sýsla  H  25  b  c  c  B  C  B  840  16.033
Hrafnabjargavirkjun a Skjálfandafljót  V  26  b  c  c  B  C  B  575  16.608
Villinganesvirkjun Skagafjörður  VS  27  b  d  d  A  A  A  190  -
Fljótshnjúksvirkjun Skjálfandafljót  V  28  b  e  e  B  C  B  406  17.013

    *  H=Háhiti / V=Vatnsafl / S=Samanburðarvirkjun
  **  U=Umhverfisáhrif / H=Heildarhagnaður / A=Arðsemi
***  I = Faghópur I / II = Faghópur II / IV = Faghópur IV

Flokkur c, meðal umhverfisáhrif

Í umhverfisflokk c féllu Hrafnabjargavirkjun b (618 GWh/ár), Skatastaðavirkjun a og b (1.046/1.290 GWh/ár) og Grændalur (840 GWh/ár). Grændalur fékk hæstu einkunn af jarðhitasvæðum fyrir náttúruverðmæti í jarðminjum, vatnafari og vistgerðum. Ef vernda ætti eitthvert jarðhitasvæðanna á Hengilssvæði ósnortið kæmi Grændalur þar fyrst til greina. Skatastaðavirkjun fékk allhátt mat í öllum viðföngum umhverfisáhrifa og var með lakari hagkvæmni en margir virkjunarkostir í umhverfisflokkum a og b.

 Virkjunarstaður Staðsetning  Tegund* Röð Flokkun** 
U  H  A
Gæði
gagna***
I  II  IV 
 Orkugeta
(GWh/ár)
Ný orku-geta alls
(GWh/ár) 
Grændalur  Hengilssvæði  H  29  c  c  c  A  A  B  840  17.863
Hrafnabjargavirkjun b  Skjálfandafljót  V  30  c  d  c  B  C  B  618  -
Skatastaðavirkjun a  Skagafjörður  V  31  c  d  d  B  C  B  1.046  18.899
Skatastaðavirkjun b  Skagafjörður  V  32  c  d  d  B  C  B  1.290  -

    *  H=Háhiti / V=Vatnsafl / S=Samanburðarvirkjun
  **  U=Umhverfisáhrif / H=Heildarhagnaður / A=Arðsemi
***  I = Faghópur I / II = Faghópur II / IV = Faghópur IV

Flokkur d, meiri umhverfisáhrif

Í umhverfisflokk d féllu Fljótsdalsvirkjun (1.390 GWh/ár), Norðlingaölduveita (575 m) (650 GWh/ár) og fimm virkjunarstaðir á Torfajökulssvæði með samanlagða orkugetu um 4.200 GWh/ár. Svæðið var talið mikilvægt til útivistar og ferðaþjónustu en frekari rannsókna væri þörf til að skera úr um hvort og hvernig virkjanir og ferðaþjónusta gætu átt samleið á svæðinu. Svæðið var vegna orkugetu áhugavert fyrir orkuframleiðendur en ekkert benti þó til þess að virkjanir þar yrðu hagkvæmari en virkjanir sem njóta hagræðis af nálægð við byggð.

 Virkjunarstaður Staðsetning  Tegund* Röð Flokkun** 
U  H  A
Gæði
gagna***
I  II  IV 
 Orkugeta
(GWh/ár)
Ný orku- geta alls
(GWh/ár) 
Fljótsdalsvirkjun Fljótsdals-hérað  VS 33  d  b  b  B  A  A  1.390  -
Norðlingaölduveita (575m)  Efri Þjórsá  V  34  d  b  b  A  A  A  650  -
Háuhverir  Torfajökulssvæði  H  35 d  c  c  C  C  C  840  19.739
Brennisteinsalda  Torfajökulssvæði  H  36  d  c  c  B  C  C  840  20.579
Reykjadalir (Kaldaklof)  Torfajökulssvæði  H  37  d  c  c  C  C  C  840  21.419
Reykjadalir austari  Torfajökulssvæði  H 38  d  c  c  C  C  C  840  22.259
Reykjadalir vestari  Torfajökulssvæði  H  39  d  c  c  C  C  C  840  23.009

    *  H=Háhiti / V=Vatnsafl / S=Samanburðarvirkjun
  **  U=Umhverfisáhrif / H=Heildarhagnaður / A=Arðsemi
***  I = Faghópur I / II = Faghópur II / IV = Faghópur IV

Flokkur e, mest umhverfisáhrif

Í umhverfisflokk e féllu Kárahnjúkavirkjun (4.670 GWh/ár), virkjun Jökulsár á Fjöllum (4.000 GWh/ár) og Markarfljótsvirkjanir a og b (735 GWh/ár). Vegna stærðar voru Kárahnjúkavirkjun og virkjun Jökulsár með mikinn heildarhagnað og þær virtust einnig vel arðsamar. Rannsóknargögn og frumáætlanir um Jökulsá á Fjöllum og vatnasvið hennar voru komin til ára sinna og þau þyrfti að bæta. Jafnframt væri rannsókn svæðisins mikilvæg vegna tillagna um stækkun þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum og hugsanlegrar tengingar hans við Vatnajökulsþjóðgarð. Markarfljótsvirkjun hafði mikil umhverfisáhrif og slaka hagkvæmni.

 Virkjunarstaður Staðsetning  Tegund* Röð Flokkun** 
U  H  A
Gæði
gagna***
I  II  IV 
 Orkugeta
(GWh/ár)
Ný orku-geta alls
(GWh/ár) 
Kárahnjúkavirkjun Austur hálendið  VS  40  e  a  b  A  A  A  4.670 -
Jökulsá á Fjöllum Norðan Vatnajökuls  V  41  e  a  b  C  C  B  4.000  27.099
Markarfljót a Austan Tindfjallajökuls  V  42  e  d  d  C  B  B  735  27.834
Markarfljót b Austan Tindfjallajökuls  V  43  e  d  d  C  B  B  855  -

    *  H=Háhiti / V=Vatnsafl / S=Samanburðarvirkjun
  **  U=Umhverfisáhrif / H=Heildarhagnaður / A=Arðsemi
***  I = Faghópur I / II = Faghópur II / IV = Faghópur IV

Notkun á niðurstöðum

Þegar 1. áfanga rammaáætlunar lauk var ekki ljóst hvernig niðurstöðurnar yrðu notaðar. Ekki voru komin lög um rammaáætlun (þau voru samþykkt á Alþingi löngu síðar) og áætlunin hafði enga lögformlega stöðu í stjórnsýslunni. 

Í niðurstöðuskýrslu 1. áfanga er velt upp ýmsum möguleikum varðandi það hvernig samfélagið gæti nýtt sér niðurstöðurnar og vinnuna sem sett var í verkefnið. Bent var á að líta mætti á niðurstöður 1. áfanga rammaáætlunar sem grunn fyrir mat á frumáætlunum virkjana, bæði hagkvæmni þeirra og helstu umhverfisáhrifum og að stjórnvöld myndu geta nýtt niðurstöðurnar sem grundvöll að stefnumörkun í orku- og náttúruverndarmálum. Einnig komu fram hugmyndir um að umhverfisráðherra gæti nýtt sér mat og samanburð rammaáætlunar á náttúrufarsverðmætum tiltekinna svæða við gerð náttúruverndaráætlunar. Þá myndu niðurstöður gagnast stjórnvöldum við mat á umhverfisáhrifum skipulagsáætlana og margs konar skipulagsvinnu ríkis og sveitarfélaga. Orkufyrirtækin og Orkustofnun gætu einnig nýtt sér niðurstöður rammaáætlunar við ákvarðanir um rannsóknir á einstökum virkjunarkostum með því að velja vænlega kosti sem litlar líkur væru á að valda myndu umtalsverðum umhverfisáhrifum eða deilum.