Innsend umsögn

Nafn: Gísli Rúnar Konráðsson
Númer umsagnar: 298
Landsvæði: Almenn umsögn
Virkjunarhugmynd: Skatastaðavirkjun C - R3107C
Umsögn: Ath. Umsögnin á einnig við Skatastaðavirkjun D - R3107D, Villinganesvirkjun R3108A og Blöndu - veitu úr Vestari Jökulsá R3143A

Umsögn frá Áhugahópi um verndun Jökulsánna í Skagafirði

Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði fagnar þeirri niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar að allt vatnasvið Jökulsár eystri, Jökulsár vestari og Héraðsvatna skuli vera í verndarflokki. Þar með eru allar áætlanir um Skatastaðavirkjun og Villinganesvirkjun slegnar út af borðinu. Sama gildir um veitu úr Jökulsá vestari til Blönduvirkjunar.

Áhugahópurinn telur niðurstöðu verkefnisstjórnar skynsamlega. Með henni er komið í veg fyrir gríðarleg óafturkræf náttúruspjöll og vernd svæðisins tryggð til frambúðar, íbúum Skagafjarðar og landsins alls til heilla.

Verðmætamat vatnasvæðisins er hæst af öllum metnum svæðum og neikvæð áhrif virkjana þar sömuleiðis mest. Röðun í verndarflokk á því að vera sjálfsögð og óumdeild.

Það eru ómetanleg gæði að geta notið óspilltrar náttúru svæðisins sem um ræðir og nýtt það jafnframt, m.a. til landbúnaðar og margvíslegrar ferðaþjónustu. Því ítrekar Áhugahópurinn stuðning sinn við þá niðurstöðu að árnar og vatnasvið þeirra skuli vera í verndarflokki og treystir því að hún muni standa.

Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði var stofnaður árið 2005 og hefur alla tíð notið víðtæks stuðnings. Á Facebókarsíðu hópsins sem opnuð var í lok júní sl. hafa þegar á annað þúsund manns lýst yfir stuðningi við verndun ánna og fer sífellt fjölgandi.

Fyrir hönd Áhugahóps um verndun Jökulsánna í Skagafirði:

Berglind Indriðadóttir kt. 090776-5339
Gísli Rúnar Konráðsson kt. 220857-4769
Guðmundur Stefán Sigurðarson kt. 201280-3389
Helga Rós Indriðadóttir kt. 2206669-5809
Kristján Kristjánsson kt. 070647-3119
Sigurður Hansen kt. 241239-4469
Fylgigögn: