Umsagnir 2016

Tólf vikna umsagnartímabili lauk á miðnætti 3. ágúst 2016

Um ferlið

Opið umsagnarferli

Verkefnisstjórn hefur nú unnið úr umsögnum og athugasemdum sem komu fram í fyrra samráðs- og kynningarferlinu, sem stóð dagana 31. mars - 20. apríl 2016. Í framhaldi af því leggur verkefnisstjórnin fram tillögur sínar um flokkun virkjunarkosta þann 11. maí 2016. Þá hefst lögbundið 12 vikna umsagnarferli þar sem almenningi og öðrum hagsmunaaðilum gefst kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Umsagnarferlinu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 3. ágúst 2016.  

Í umsagnarferlinu er jafnframt kallað eftir umsögnum vegna umhverfismats áætlana, sem er að finna sem viðauka við skýrslu verkefnisstjórnar.

Skýrslu verkefnisstjórnar með tillögum hennar að flokkun virkjunarkosta, auk fylgigagna, er að finna undir flipanum "Kynningargögn". Hægt er að senda inn umsögn rafrænt með því að velja flipann "Senda umsögn", og þar má auk þess finna upplýsingar fyrir þau sem vilja frekar senda umsögn á pappírsformi. Að lokum er hægt að kynna sér þegar innsendar umsagnir undir samnefndum flipa.

Í lögum um rammaáætlun segir svo um þetta seinna samráðsferli:

Að liðnum umsagnarfresti og að loknu samráði tekur verkefnastjórnin afstöðu til fyrirliggjandi virkjanaáforma og kynnir framangreindum aðilum tillögur að verndar- og orkunýtingaráætlun og auglýsir þær með opinberum hætti í dagblaði sem gefið er út á landsvísu, Lögbirtingablaðinu og á vefsíðu sinni. Í auglýsingunni skal koma fram hvar má nálgast tillögur verkefnisstjórnar og öllum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum með tilgreindum hætti og innan ákveðins frests sem skal ekki vera skemmri en tólf vikur frá birtingu auglýsingar.

Nánari upplýsingar um framhald vinnu við rammaáætlun má finna á tímalínunni


Kynningargögn

Tillaga um flokkun virkjunarkosta

Drög að lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga, 11. maí 2016


Frekari upplýsingar og gögnInnsendar umsagnir

Innsendar umsagnir