Kynning mars/apríl 2016

Umsagnartímabili lauk þann 20. apríl 2016

Um ferlið

Opið samráðs- og kynningarferli

Verkefnisstjórn hefur nú kynnt drög að tillögum sínum um flokkun virkjunarkosta. Drögin voru kynnt þann 31. mars sl. á opnum kynningarfundi í Hörpu í Reykjavík

Um leið og drögin að tillögu verkefnisstjórnar um flokkun virkjunarkosta voru kynnt hófst þriggja vikna kynningar- og samráðsferli, hið fyrra af tveimur slíkum samráðsferlum. 

Þetta samráðsferli stendur dagana 31. mars - 20. apríl 2016. Meðan á samráðsferlinu stendur er öllum frjálst að senda verkefnisstjórn skriflegar athugasemdir um framkomin drög. Verkefnisstjórnin mun vinna úr öllum framkomnum athugasemdum. Hægt er að senda inn athugasemdir á þessari síðu.

Í lögum um rammaáætlun segir svo um þetta fyrra samráðsferli:

Að fengnum niðurstöðum faghópa vinnur verkefnisstjórn drög að tillögum um flokkun virkjunarkosta og afmörkun virkjunar- og verndarsvæða í samræmi við flokkunina. Hún skal leita samráðs við almenning og umsagna um drögin hjá viðeigandi stofnunum, stjórnvöldum ríkis og sveitarfélaga, félagasamtökum og hagsmunaaðilum (3. mgr. 10. gr laga nr. 48/2011). 

Nánari upplýsingar um framhald vinnu við rammaáætlun má finna á tímalínunni. Athygli er vakin á að einnig verður unnt að senda inn umsagnir vegnar tillagna verkefnisstjórnar að flokkun virkjunarkosta í 12 vikna samráðsferli sem hefst 11. maí nk.


Kynningargögn

Drög að tillögu um flokkun virkjunarkosta

Drög að lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga, kynnt 31. mars 2016 - Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar


Frekari upplýsingar og gögn:



Innsendar umsagnir

Innsendar umsagnir