5. fundur faghóps 1, 19.01.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 1 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

5. fundur, 19.01.2015, 09:00-16:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Skúli Skúlason (SSk) formaður hópsins, Ása Lovísa Aradóttir (ÁLA), Birna Lárusdóttir (BL), Gísli Már Gíslason (GMG), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Sólveig K. Pétursdóttir (SKP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG) og Þorvarður Árnason.

Fjarverandi: Þorvaldur Þórðarson (ÞÞ).

Fundarritari: Herdís Helga Schopka

  1. Fundur var settur kl. 09:10.     
  2. Listi Orkustofnunar yfir virkjunarkosti verður afhentur verkefnisstjórn á miðvikudaginn kemur, 21. janúar. HHS ræddi ferlið sem tekur við eftir afhendingu listans og SSk ræddi aðferðafræði og vinnu hópsins.     
  3. Fjármál faghópa. SSk útskýrði gang viðræðna við UAR um greiðslur til fulltrúa í faghópum.   
  4. Farið yfir gloppugreiningu hópsins: Farið í gegnum lista yfir kosti í biðflokki úr 2. áfanga. Hver fulltrúi í hópnum lýsti þeim rannsóknum sem hafa fundist sem hafa verið gerðast síðan í 2. áfanga rammaáætlunar. BL spurði hvort til séu almennar upplýsingar um áhrif virkjana á menningarminjar, t.d. við Kárahnjúkavirkjun. SSk lagði til að auk sértækra heimilda eigi einnig að halda til haga heimildum almenns eðlis. Þessa dagana er unnið að gerð gagnabrunns þar sem allar heimildir sem notaðar hafa verið í vinnu við rammaáætlun gegnum tíðina verður safnað saman og þær sem eru til á rafrænu formi gerðar aðgengilegar. Búist er við því að gagnabrunnurinn komist í gagnið í vor.   
    1. Búðatunguvirkjun: Gömul gögn og lítil vinna síðan síðast. Ekkert nýtt um líffræði eða jarðfræði. Nemendaverkefni um minjar var unnið á árunum 2008-2010. Á svæðinu eru vel þekktar eyðibyggðir á stóru svæði en gögn um þær eru löngu úrelt.   
    2. Búlandsvirkjun: Nýjar skýrslur um gróður og vatnalíf, miklar upplýsingar eru til um jarðminjar. Nýjar skýrslur um minjar hafa verið unnar á síðustu árum vegna virkjunarinnar.   
    3. Fljótshnjúka- og Hrafnabjargavirkjanir: Ekkert nýtt um líffræði. Í jarðfræði eru til einhverjar nýjar upplýsingar um hraunin á Dyngjuhálsi.  
    4. Hagavatnsvirkjun: Nýjar upplýsingar hafa komið fram um áfok, tengiliður vegna þessa er Ólafur Arnalds. Í líffræði fannst kísliþörungagrein sem kemur inn á Hagavatn. Hvað jarðfræði snertir er að koma út ný grein um jarðfræði móbergsstapanna á svæðinu. KJ lagði til að fjallað yrði heildrænt um virkjanir í sama vatnasviði. Engin fornleifaskráning er til fyrir svæðið.  
    5. Þjórsárvirkjanir: Menningarminjar: Mikil vinna í gangi en engar skýrslur komnar út. Flestar rannsóknir eru gerðar í tengslum við umhverfismat. Jarðfræði: Ekki vannst tími til að athuga hvort nýjar rannsóknir hafa verið unnar síðan í tíð 2. áfanga rammaáætlunar. Líffræði: Rannsóknir vantar af neðri hluta vatnasviðsins.   
    6. Hólmsá við Atley: Nýja skýrslu (2011) um áhrif virkjunarinnar á menningarminjar er að finna á vef Orkusölunnar. Mikið af gögnum á heimasíðu Landsvirkjunar. Einnig er til skýrsla um helsingja frá NÍ sem TGG hefur sent SSk. Landslag, jarðminjar: Nýlega hafa verið gerðar rannsóknir á jarðfræði Eldgjárgossins inni á áhrifasvæði þessa virkjunarkosts. Gögn um skóglendi (ástæða þess að kosturinn fór í biðflokk) eru komin fram.  
    7. Skatastaðavirkjun: SSk lýsti stuttlega því sem fram kom í vettvangsferð verkefnisstjórnar í ágúst 2014. Töluverðar heimildir komnar fram um vatnalíffræði frá GMG, SSk með lista. Gríðarleg verðmæti í fuglalífi og flæðiengjum neðan stíflu. Athuga þarf betur hvað Náttúrustofa Norðurlands vestra hefur verið að gera. Menningarminjar: Ekki mikið bæst við, ein rannsókn en lítil viðbót. Mjög verðmætt svæði frá minjasjónarmiði. Jarðfræði: Ekkert nýtt.  
    8. Skrokkölduvirkjun og Hágönguvirkjun: Áhrif á víðerni og nálægð við þjóðgarð. Lónið er komið, lítil áhrif af virkjuninni sjálfri en háspennulínur og uppbyggðir vegir verða stóru áhrifavaldarnir. Einnig spurning um áhrif á árfarvegi. Ný gögn frá LV síðan 2013. ÞÁ tók að sér að kanna stefnur og strauma varðandi „buffer zone“ við þjóðgarða. .. Fornleifaskráningu er ekki lokið á Sprengisandi og við Skjálfanda en sumarið 2014 fór fram fornleifaskráning á því svæði sem fyrirhuguð háspennulína yfir Sprengisand myndi fara yfir. Skýrsla um þá skráningu er ekki komin út og skýrsludrögin eru ekki aðgengileg.   
    9. Hengill – Innstidalur, Ölfusdalur, Þverárdalur. GMG segir frá vinnu við líffræði háhitasvæðanna, tengt vinnu á vegum ESB um áhrif loftslagsbreytinga á lífríki vatna. Misheit vötn á Hengilssvæðinu henta einstaklega vel til slíkra rannsókna. Vinnan gefur skýrt til kynna að svæðin séu verðmæt vegna upplýsinga sem þau geta veitt um afleiðingar hlýnunar jarðar og það verðmæti þurfi að meta í rammaáætlun, sbr. t.d. menningarminjar. ÞÁ segir frá doktorsnema sem er að vinna með landslag háhitasvæða og er langt kominn. Menningarminjar: mikið hefur verið gengið um svæðið og miklar upplýsingar eru til. Skráning í vinnslu fyrir Grændal og Ölfusdal. Reiðleiðir einnig stór hluti menningarminjanna. Jarðfræði: miklu meiri reynsla komin á vinnslu og boranir síðan í RÁ2, helstu niðurstöður eru að 1) vinnslugetan er yfirleitt mun minni en áður var áætlað og 2) (loft-)mengun er mun verri en áætlað var. Mjög mikil þekking á hitakærum örverum á svæðinu. Í þingsályktunartillögu er biðflokksflokkun rökstudd með óvissu um vinnslugetu og skorti á upplýsingum.    
    10. Reykjanes – Austurengjar og Trölladyngja. Til eru nokkrar skýrslur um þessi svæði en einungis ein hefur bæst við síðan í RÁ2, skýrsla um menningarminjar við Eldvörp. Jarðminjar: Ekki mikið. Líffræði: Ekkert yfirborðsvatn. Þekkingu á örverum ábótavant.    
    11. Fremrinámar: Svæðið á jarðfræðikorti ÍSOR af norðurgosbeltinu í 1:100,000 síðan 2012 eða 2013. Til er skýrsla um menningarminjar á svæðinu en ekkert nýtt hefur bæst við síðan í RÁ2. Hlaðbyrgi, skjól fyrir fólk, geymsla. Í nágrenninu eru leiðir og brennisteinsörefni.  Engin gögn til um framkvæmdina sjálfa, ekki neitt vitað hvar á að bora eða hvar stöðvarhús eiga að vera o.s.frv..   
    12. ÞÁ ræðir almennt um mat á landslagi og víðernum. Faghópar 1 og 2 þyrftu að tala saman, e.t.v. hægt að hanna rannsókn sem gæti nýst báðum hópunum í landslags-/víðernavinnunni. KJ veltir upp spurningu hvort ekki sé gott að hafa fleiri en eina skilgreiningu á víðernum, fyrir mismunandi notkun. ÞÁ segir frá mismunandi IUCN-skilgreiningum á víðernum. ÞÁ sendir skýrslur og annað efni um þetta á hópinn.   
  5. Næstu skref í vinnunni:    
    1. TGG sagði frá grein um færni sérfræðinga til að hafa skoðanir/dæma/spá fyrir um hluti sem eru utan þeirra eigin fræðasviðs. 
    2. Aðferðafræði: SSk fór í gegnum glærukynningu frá ÞEÞ um aðferðafræði rammaáætlunar. Almennur skilningur meðal allra um að ekki þurfi að breyta aðferðafræðinni en þó sé ástæða til að leysa ýmis vafamál og slétta úr ákveðnum hnökrum.  SUP benti á umsagnir sem komu inn í kjölfar kynningar á niðurstöðum faghópa í 2. áfanga, þar kom fram gagnrýni á aðferðafræðina og mat á einstökum kostum.    
    3. Rætt var um kosti og galla þess að meta verðmæti svæða og áhrif framkvæmda á svæði samtímis. 
    4. Taka saman skrár með viðföngum og viðmiðum fyrir sérfræðinga að nota. Sýnd viðmið fyrir viðföng um menningarminjar. Dagskrárliður á þar næsta fundi.    
    5. Rannsóknir sem ráðast þarf í: T.d. landslag og víðerni, áhrif virkjana á menningarminjar. Rannsóknaþörf verður dagskrárliður á næsta fundi.    
  6. Fundi slitið kl. 14:00.


HHS