35. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

35. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Gimli, Háskóla Íslands

Tími: 19. apríl 2023 kl. 14:00-17:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) (sótti fundinn á Teams) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

URN: Herdís Helga Schopka (HHS) (sat fundinn kl. 14:00-16:00)


Dagskrá:

  1. Inngangur 
  2. Kynningarfundur vinnuhóps ríkisstjórnar um vindorkumál 
  3. Vinnuröð vindorkukosta 
  4. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Inngangur: Fundur settur. 
  2. Umræður um kynningarfund vinnuhóps ríkisstjórnar um vindorkumál: Í morgun birti vinnuhópur ríkisstjórnarinnar áfangaskýrslu um vindorkumál. Umræður um það sem kom fram á fundinum og hvernig það tengist vinnu verkefnisstjórnar og faghópa við mat á vindorkukostum í rammaáætlun. Mikilvægt er að tryggja samræmi og mun formaður verkefnisstjórnar óska eftir fundi með umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu vegna þess. 
  3. Vinnuröð á vindorkukostum: Verkefnisstjórn fór skipulega yfir öll þau vindorkuver sem henni hafa verið send til mats frá Orkustofnun. Markmið tvíþætt, að vinna gróft mat á öllum vindorkuverkefnunum í landupplýsingakerfi rammaáætlunar og svo hitt, ákveða hvaða vindorkuverkefni skuli taka til nákvæmari greiningar á vegum faghópa núna í ár. Þau verkefni sem ekki verður hægt að vinna að í ár, munu þá verða tekin fyrir á næsta ári og svo áfram. 
    1. Sjónarmið varðandi vinnuröð á vindorkuverkefnum núna í ár. Ýmis sjónarmið rædd svo sem: 
      1. Mögulegt umfang rannsókna á vegum rammaáætlunar út frá fjármunum og mannskap 
      2. Klára þau verkefni sem var unnið með í RÁ4 
      3. Staða verkefna í undirbúningi virkjanaaðila 
      4. Möguleikar varðandi tengingar m.a. út frá samþykktri Kerfisáætlun til 2030. 
      5. Ekki hafa of fáa orkukosti vegna mögulegrar innri röðunar þeirra. Ath. einnig þá tvo sem hafa verið flokkaðir í rammaáætlun. 
      6. Vitneskja um vindauðlindir á viðkomandi stöðum: Staða þekkingar á vindauðlindinni er afar mismunandi eftir verkefnum. 
      7. Hvað faghóparnir fjórir ráða við, þ.e. til viðbótar mati á vatnsorku- og jarðvarmavirkjunarkosta núna í sumar. 
    2. Vinnuröð - áherslur 2023: 
      1. Áfram unnið að greiningu á staðarvali vindorkuvera á landsvísu sem gefur jafnframt möguleika á innri skoðun sbr. vinnu LMÍ og faghópa og landupplýsingakerfið. Það getur líka gagnast vel fyrir almenning. 
      2. Tillögur að vinnuröð árið 2023 verði ræddar með faghópum á næsta fund og mögulegt umfang rætt. 
  4. Önnur mál: Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 17:00.