34. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

34. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams

Tími: 29. mars 2023 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) (ÞD mætti kl. 15)

URN: Herdís Helga Schopka (HHS) (sat fundinn kl. 15:00-16:00)

Formenn faghópa: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ), Jón Ásgeir Kalmansson (JÁK) og Páll Jensson (PJ) (sátu fundinn kl. 14:00-15:20)


Dagskrá með formönnum faghópa:

  1. Inngangur 
  2. Verkefni faghópa  
  3. Uppfærsla á viðhorfskönnuninni 
  4. Vettvangsferðir

Dagskrá, aðeins verkefnisstjórn (e.kl. 15:20):

  1. Vettvangsferðir
  2. Kynnisferð til Noregs (ÞD)
  3. Vinnuröð á vindorkukostum
  4. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Inngangur: Fundur settur 
  2. Verkefni faghópa - 
    1. Virkjunarkostir úr 4. áfanga: Faghópar þurfa að vinna ýmis verkefni til að fullnusta þær greiningar sem unnar voru á þeim virkjunarkostum í 4 áfanga. Einnig hefur ekki enn verið unnið við virkjunarkostinn Bolaöldu. Rætt. 
    2. Endurmatskostir sbr afgreiðslu 3 áfanga: Komnar eru tillögur. Rætt sérstaklega um Skrokköldu og samspil faghóps 1 og 2 við það endurmat. 
    3. Faghópar eru allir að vinna við að forma rannsóknir og önnur verkefni fyrir sumarið, drög komin að verkefnisáætlunum og kostnaðaráætlunum sem eru í frekari vinnslu. 
  3. Uppfærsla á viðhorfskönnun: JÁK segir frá vinnu faghóps 3 að viðhorfskönnun. Faghópar og fulltrúar í verkefnisstjórn hafa sent JÁK ábendingar um könnunina. Rætt. 
  4. Vettvangsferðir: Mikill áhugi er hjá faghópum að skipuleggja heimsóknir á svæði þar sem virkjunarkosti er að finna.
Formenn faghópa yfirgáfu fund kl. 15:20. 
  1. Vettvangsferð/-ir: Verkefnisstjórn ætlar að  skipuleggja heimsóknir á þá staði sem virkjanakosti er að finna í samstarfi við faghópa í ár. Rætt. 
  2. Skoðunarferð á vegum Grænvangs til Noregs: ÞD mun taka þátt í skoðunarferð á vegum Grænvangs til Noregs fyrir hönd verkefnisstjórnar. 
  3. Tillaga að vinnuröð á vindorkukostum: Rætt hvað sé raunhæft að ætla að vinna að greiningum á mörgum vindorkukostum í ár en innsendir kostir eru margir og undirbúningur þeirra mislangt kominn. 
  4. Önnur mál: Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 16:00