36. fundur faghóps 3

36. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 20. september 2023 kl. 14:00 – 15:00 á Teams.

Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

• Farið yfir verkefnistillögu frá Félagsvísindastofnun varðandi símakönnun á viðhorfum íbúa í nærsamfélagi til fyrirhugaðra vindorkuvirkjana. Umræður voru um það hvort niðurstöður starfshóps á vegum stjórnvalda um stefnumótun hins opinbera varðandi nýtingu vindorku, sem væntanlegar eru í haust, gætu breytt verulega forsendum slíkrar könnunar og áreiðanleika niðurstaðna hennar. Einnig var til umræðu sá takmarkaði tími sem faghópurinn hefur ef af slíkri könnun á að verða á annað borð. Ákveðið að leggja til við verkefnisstjórn að verkefnistillagan verði samþykkt.

• Rætt um tilboð RHA vegna verkefnis og rannsóknaráætlunar varðandi mat á 10 vindorkuverum. Ganga þarf úr skugga um að formlega sé gengið frá samningi milli ráðuneytisins og stofnunarinnar hvað það varðar. Einnig var rætt stuttlega um vinnuna framundan varðandi viðtöl við sveitarstjórnarfólk og hagaðila.

• Rætt um niðurstöður þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið í tengslum við þrjá virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár. Ákveðið að meðlimir faghópsins fari vel yfir þau gögn sem þegar liggja fyrir með það fyrir augum að vinna drög að niðurstöðum hópsins á komandi vikum. Viðfangsefnið verði rætt nánar á næsta fundi faghópsins.

• Ákveðið að næsti fundur verði miðvikudaginn 4. október kl. 14:00 á Teams.