30. fundur faghóps 3, 30.05.2023

Fundarfrásögn

30. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

30. maí 2023 kl. 10:30 – 12:10 á Teams.


Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Inn á fundinn komu Guðný Gústafsdóttir frá Félagsvísindastofnun og Michaela Hrabalíková frá Landmælingum Íslands.

Fundargerð

  1. Farið yfir drög að umræðu- og viðtalsramma frá Guðnýju vegna rýnihópavinnu með íbúum og hagsmunaaðilum í sveitarfélögum við neðri hluta Þjórsár. Gerðar tillögur um breytingar og viðbætur.

  1. Michaela fór yfir möguleika í beitingu vefsjár Landmælinga í tengslum við vindorkuver. Hún ræddi meðal annars um upplýsingar varðandi sýnileika og hljóðmengun frá íbúabyggð, frístundabyggð og þjóðvegum. Hún var spurð um möguleika á að meta umfang skuggaflökkts og plastmengunar, en vinnan á því sviði er komin skemra en varðandi sýnileika og hljóðmengun. Einnig kom fram að hægt væri að nálgast heimilisföng íbúa á áhrifasvæðum vindorkukostanna, í tengslum við gerð mögulegra skoðanakannana.

  1. Umræður um nálgun varðandi mat á þeim 10 vindorkukostum sem verkefnisstjórn hefur sett á dagskrá í komandi vinnu faghópa. Einnig rætt um áætlaðan kostnað vegna þeirrar vinnu. Ákveðið að leggja til við verkefnisstjórn að gerðar verði litlar skoðanakannanir í tengslum við hvern þessara kosta, auk viðtala við fulltrúa sveitarstjórna og hagaðila.

  1. Ákveðið að næsti fundur verði þriðjudaginn 13. júní kl. 13:30 á Teams.