28. fundur faghóps 3, 03.05.2023

Fundarfrásögn

28. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

3. maí 2023 kl. 10:00 – 10:50 á Teams.


Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Inn á fundinn komu Guðný Gústafsdóttir og Stefán Þór Gunnarsson frá Félagsvísindastofnun.

Fundargerð

  1. Rætt um verkefnistillögu frá Félagsvísindastofnun dagsett 25. apríl 2023. Verkefnistillagan felur í sér að rannsóknarsnið verkefnistillögu frá Félagsvísindastofnun dagsett 30. desember 2022 varðandi rannsóknir á viðhorfum íbúa í fjórum sveitarfélögum við neðri hluta Þjórsár til þriggja virkjunarkosta á svæðinu verði útvíkkað. Rök Félagsvísindastofnunar eru meðal annars þau að verkefnið þarfnist heildstæðari nálgunar með aðkomu sem flestra hlutaðeigandi aðila. Þeir aðilar eru auk fulltrúa almennings, fulltrúar náttúruverndarsinna, kjörinna fulltrúa, landeigenda og fulltrúa ferðaþjónustu á svæðinu. Rannsóknin yrði þannig útvíkkuð úr því að vera rýnihóparannsókn og yfir í samráðsrannsókn. Að dómi Félagsvísindastofnunar eru samráðsrannsóknir áhrifamesta stjórnsýslutækið í nútíma lýðræðissamfélögum, en samráðið byggist á upplýstu samtali allra hlutaðeigandi aðila, s.s. almennings, hagsmunaaðila, félagasamtaka, stjórnvalda o.fl., og er ætlað að tryggja gagnsæi, auka líkur á sátt og auka skilvirkni málsferla. Félagsvísindastofnun bendir jafnframt á að umræðan um orkunýtingu og virkjunarkosti hafi sætt mikilli þróun á undangengnum misserum. Meðal helstu breytinga er meðvitund um fjölgun virkjunarkosta, breytingar á orkuþörf og nauðsyn þess að skipuleggja orkuvinnslu til framtíðar. Útvíkkun rannsóknarsniðs kallast þannig, að mati stofnunarinnar, á við þróun innan málaflokksins og þeirrar samfélagslegu umræðu sem þörf er á.

  1. Farið lauslega yfir stöðuna varðandi verktilboð frá RHA varðandi þróun matsviðmiða og beitingu þeirra í tengslum við mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkostanna Skúfnavatna-, Tröllár-, Hvanneyrardals-, Hamars-, og Bolaölduvirkjun.

  1. Umræður um áætlanir Landsnets varðandi tengivirki í Ísafjarðardjúpi verði af virkjunum á svæðinu.

  1. Ákveðið að næsti fundur verði miðvikudaginn 17. maí kl. 10:30 á Teams.