26. fundur faghóps 3, 04.04.2023

Fundarfrásögn

26. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

4. apríl 2023 kl. 10:00 – 11:00 á Teams.


Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Fyrri hluta fundarins sátu fundinn einnig Guðlaug Júlía Sturludóttir, Guðný Gústafsdóttir og Stefán Þór Gunnarsson frá Félagsvísindastofnun.

Fundargerð

  1. Rætt um fyrirhugaða skoðanakönnun og rýnihópavinnu sem framkvæmd verður af Félagsvísindastofnun í sveitarfélögum við neðri hluta Þjórsár í tengslum við virkjunarkosti á svæðinu. Farið yfir þætti sem spyrja þarf um bæði í könnun og rýnihópum, hópa sem æskilegt væri að ná til, og svo framvegis. Starfsfólk Félagsvísindastofnunar mun vinna eftir páska drög að áætlun bæði varðandi könnun og rýnihópavinnu og leggja fyrir faghópinn.

  1. Hjalti fór yfir drög að verkefnislýsingu vegna þróunar matsviðmiða og prófunar á beitingu þeirra í tengslum við mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkostanna Skúfnavatna-, Tröllár-, Hvanneyrardals-, Hamars-, og Bolaölduvirkjun. Hann fjallaði í þessu samhengi einnig um vægismat sem Landsnet hefur verið að þróa í tengslum við mat á umhverfisáhrifum, og er að uppruna frá norsku vegagerðinni. Umræður voru um matsviðmiðin og nánari útfærslu þeirra. Hjalti mun vinna verkefnistillöguna áfram í samráði við Jón.

  1. Ákveðið að næsti fundur verði miðvikudaginn 19. apríl kl. 10:00 á Teams.