15. fundur faghóps 3, 25.11.2022

Fundarfrásögn

15. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

25. nóvember 2022 kl. 09:00 – 10:00 á Teams.


Mætt: Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

  1. Rætt um væntanlega fundi Hjalta og Sjafnar með sveitarstjórnarfólki í sveitarfélögum við neðri hluta Þjórsár í tengslum við könnun á viðhorfum til og deilum um virkjunarkosti á svæðinu. Markmiðið með fundunum verði meðal annars að leita eftir sjónarmiðum viðkomandi sveitarstjórnarfulltrúa til umræddra virkjanakosta, mat þeirra á viðhorfum í eigin sveitarfélagi til þeirra, til þess hvernig umræðan um þá hafi þróast síðustu ár, og svo framvegis.

  1. Rætt um þau viðföng sem faghópurinn mun leggja áherslu á í mati sínu á samfélagslegum áhrifum vindorkukosta. Umræður voru um hvort sýnileiki frá íbúa- og frístundabyggð ætti að vera eitt af viðföngum matsins. Fram komu vissar efasemdir um þetta: Meðal annars var bent á að mat fólks á áhrifum sýnileika vindmylla gæti ráðist að verulegu leyti af því hvaða þýðingu rekstur þeirra hefði fyrir fjárhag þess sveitarfélags sem það býr í. Mat fólks á því hve ásættanlegur sýnileikinn væri gæti því ráðist af ýmsu öðru en honum sjálfum.

  1. Stefnt að því að næsti fundur verði 30. nóvember og fjalli um skoðanakönnun á landsvísu.