46. fundur faghóps 2

Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
46. fundur, 15.11.2023, kl. 14:30-16:30

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Guðni Guðbergsson (GG), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Hjörleifur Finnsson (HF) og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ).

Anna G. Sverrisdóttir (AGS) og Unnur Svavarsdóttir (US) boðuðu forföll

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 14:30


Ýmis mál
ADS kynnti þá hugmynd að fá formann verkefnisstjórnar á fund faghópsins til að ræða og fara yfir verkefnaskil í byrjun árs og vinnu hópsins í framhaldinu. Það samþykkt og mun ADS hafa samband við formann og finna fundartíma.

ADS sagði frá stöðu verkefnis sem faghópar 1 og 2 eru að láta vinna með ljósmyndir sem teknar voru á þeim 10 svæðum þar sem vindorkuverin, sem nú eru til umfjöllunar, eiga að rísa.

Mat á virði ferðasvæða
Lokið við að meta virði ferðasvæði á áhrifasvæðum virkjunarkosta.

Mat á áhrifum virkjunarkosta
Unnið að mati á áhrifum virkjunarkosta á ferðasvæði.

Fundi slitið kl. 16:30