28. fundur faghóps 2, 22.08.2023

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

28. fundur, 22.08.2023, kl. 15:00-16:45

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Guðni Guðbergsson (GG), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Unnur Svavarsdóttir (US). 

Einar Torfi Finnsson (ETF) og Hjörleifur Finnson (HF) boðuðu forföll. 

Fundarritari: SSJ 


Fundur settur kl. 15:00  

  1. Vettvangsferðir sumarsins 
    1. Farið var í vettvangsferðir 17-18. ágúst. Fyrri daginn voru Mosfellsheiðarvirkjanir, Bolaalda og Reykjanesgarður heimsótt og Sólheimar og Garpsdalur síðari daginn. Ekki var fært á rútu að framkvæmdasvæði Bolaöldu og var rætt um að faghópurinn færi sjálfur í vettvangsferð á svæðið. ADS ræðir það við formann verkefnastjórnar. 
    2. ADS greindi frá því að HF væri búinn að skoða virkjunarkosti á Vestfjörðum og gera samantekt um það. Verður tekið upp á síðari fundum. 
  2. Staða rannsóknaverkefna faghópsins ADS greindi frá stöðu rannsóknaverkefna sem faghópur 2 lagði upp með. 
  3. Áhrifasvæði vindorkukostsins Hnotasteins Farið yfir mögulegt áhrifasvæði vindorkukostsins Hnotasteins á Melrakkasléttu. 
  4. Annað 
    1. ADS greindi frá því að formenn faghópa væru boðaðir á fund með formanni verkefnastjórnar n.k. fimmtudag. 
    2. Rætt um að staða á skilgreiningu víðerna þyrfti að skýrast vegna vinnu framundan. 
    3. Næstu fundir eru áætlaðir 5. og 12. september. 

Fundi slitið kl. 16:45