21. fundur faghóps 1, 14.03.2023

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1 

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ). 

21. fundur – 14. mars 2023.   

Fjarfundur

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS) og Kristján Jónasson (KJ).

Fundarritari: BL 

Fundur hófst kl. 9 

  1. HHÆ kynnti drög að spurningakönnun sem faghópur 3 hyggst senda út á næstunni í samvinnu við Félagsvísindastofnun en hún fjallar um viðhorf til virkjana. Efni könnunarinnar var rætt og nokkrar breytingatillögur gerðar við efni og orðalag.

  1. HHÆ sagði frá væntanlegum fyrirlestri Jeremy Firestone þann 16. mars nk. en hann fjallar um vindorku og rannsóknir sem henni tengjast, m.a. á viðhorfum almennings og ákvarðanatökuferlum. Hugsanlegt er að faghópar og verkefnisstjórn leitist eftir fundi með honum í framhaldinu.

  1. Rætt var um vatnatilskipun og möguleg áhrif hennar á vinnu faghópa. Formaður verkefnisstjórnar er með málið á sinni könnu.

  1. HHÆ greindi frá því að formenn faghópa hefðu fundað með verkefnisstjórn í síðustu viku. Þar var eftirfarandi rætt:

  1. Mögulegar vettvangsferðir í sumar. Hugsanlegt er að af þeim verði en engar dagsetningar verið nefndar í því samhengi. HHÆ mun þrýsta á um að þetta verði ákveðið sem fyrst, enda margir í faghópi 1 sem stunda vettvangsrannsóknir á sumrin og þurfa að festa niður daga sem fyrst.

  1. Fyrirhugað er að haldnar verði kynningar á vegum Landsvirkjunar um virkjanahugmyndir sem verða endurmetnar í RÁ5 eftir þær breytingar sem Alþingi gerði á RÁ3 sl. sumar: Kjalölduveitu, Skrokkölduveitu, Héraðsvötn og virkjanakosti í Þjórsá. Rætt var sérstaklega um Skrokköldu og hvaða rannsóknir muni reynast nauðsynlegar til að varpa ljósi á áhrif á víðerni og nálægð við friðlýst svæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

  1. Rætt var hvaða vindorkuhugmyndir kæmu fyrst til kasta faghópsins. Málið er í vinnslu hjá verkefnisstjórn og kemur vonandi í ljós sem fyrst.

  1. Rætt var um fundinn sem framundan er í næstu viku. Til undirbúnings leggja meðlimir faghóps mat á gögn sem tengjast nokkrum virkjanahugmyndum úr 4. áfanga og fara yfir þá vinnu sem þar liggur fyrir, allt skv. beiðni verkefnisstjórnar. Fyrirkomulag fundarins var rætt og í hvað röð skyldi taka svæðin fyrir. Fyrirliggjandi gögn eiga að vera aðgengileg á Teams.

  1. Að lokum minnti JEJ á að síðar sama dag, þann 21. mars, heldur Fuglavernd málþing um áhrif vindmyllna á fuglalíf.

Fundi slitið kl. 11:00