34. fundur, 23.10.2019

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

34. fundur 31.10.2019 kl. 10:00-12:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu


Mætt: Verkefnisstjórn RA4: Guðrún Pétursdóttir, Elín R. Líndal, Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, Magnús Guðmundsson, Ása Lovísa Aradóttir og Jón Ásgeir Kalmansson.

Á fjarfundi: Anna Dóra Sæþórsdóttir, Þórgnýr Dýrjörð

Fjarverandi: Þóra Ellen Þórhallsdóttir

Þorsteinn Sæmundsson sérfræðingur UAR sat fundinn

Gestir: Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri, Hafsteinn S. Hafsteinsson lögfræðingur, Sigríður Svana Helgasdóttir lögfræðingur, Ása Ögmundsdóttir lögfræðingur frá Skrifstofu Landgæða í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.


Dagskrá:

  1. Staða verkefna – formenn faghópa

  1. Vindorkuver og RÁ4

  1. Mörk friðlýsingarsvæða

  1. Verkferlar frá áætlun til verkloka og gagnaskila

  1. Önnur mál

1.Staða verkefna – formenn faghópa

Ása Lovísa Aradóttir formaður faghóps 1 fór yfir verkefnastöðu faghópsins, en fjögur verkefni eru í vinnslu á hans vegum. Sólborg Una Pálsdóttir stýrir verkefni um heildræna skráningu á fornum ferðaleiðum á miðhálendinu. Þorvarður Árnason stýrir tveimur verkefnum: Kortlagningu óbyggðra víðerna á miðhálendinu og Mati á áhrifum vindorkuvera á landslag og víðerni. Jón S. Ólafsson stýrir verkefninu Fullnaðar úrvinnsla á tiltækum gögnum um lífríki í vistkerfum straumvatna, stöðuvatna og tjarna.

Anna Dóra Sæþórsdóttir formaður faghóps 2 en meginverkefni faghóps 2 um Áhrifasvæði virkjana, sem átti að vera komið á fullt skrið hefur ekki hafist enn, því grunngögn eru ekki enn aðgengileg. Það stendur til bóta, því verið er að skila inn grunngögnum.

Jón Ásgeir Kalmanson formaður faghóps 3 greindi frá því að 12. nóvember 2019 stendur faghópur 3 fyrir málþingi 4.áfanga rammaáætlunar um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta. Tveimur sérfræðingum hefur verið boðið til að halda erindi á málþinginu og funda með verkefnisstjórn: Dr. Frank Vanclay, prófessor við háskólann í Groningen og Dr. Ana Maria Esteves, fyrrverandi forseti the International Association for Impact Assessment . Verkefnisstjórn og faghópur 3 munu hitta sérfræðingana á vinnufundi í UAR um morguninn og klukkan 13 verður opið málþing í fyrirlestrasal Landsbókasafns Íslands, Háskólabókasafns, Þjóðarbókhlöðunni. Jón Ásgeir greindi einnig frá því að verkefni faghóps 3 Könnun samfélagslegra áhrifa nokkurra virkjana á Norðurlandi vegna vinnu við verndar- og orkunýtingaráætlun sé aðeins á eftir áætlun en verður tilbúið á næstu vikum og þá kynnt.

Þar sem verkefnisstjórn hefur nýlokið ítarlegri umfjöllum um verkáætlun Faghóps 4 var ekki ástæða til að fjalla nánar um hana á fundinum.

Jón Geir Pétursson og aðrir gestir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu mættu á fundinn kl.10:45

2.Vindorka

Jón Geir sagði frá þeirri umfjöllun um lagaramma vindorku sem fram hefur farið innan stjórnsýslunnar undanfarið.

3.Mörk friðlýsingarsvæða

Jón Geir kynnti að verkefnisstjórn verður falið að yfirfara kort sem afmarka svæði í verndarflokki RA3 og að tryggja nákvæmni þessara afmarkana. Stefnt er að leggja fram þingsályktunartillögu um RÁ3 fyrir Alþingi í vor og þurfa þá svæði umhverfis virkjunarkosti í verndarflokki að vera rétt afmörkuð.

4.Verkferlar frá áætlun til verkloka og gagnaskila

Þorsteinn Sæmundsson fór yfir verkferla við undirbúning verkefna og vinnutímaskýrslur. Hann mun setja leiðbeiningar inn á Teams. Mikilvægt er að öllum gögnum sem unnin eru fyrir RÁ sé skilað til UAR, tryggja þarf eftirfylgni þess.

5.Önnur mál voru ekki borin upp og fundi slitið kl 12:30

ÞS/GP