3. fundur faghóps 4, 16.08.2019

Fundarfrásögn

Faghópur 4

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

3. fundur , 16. ágúst 2019, kl. 8:30 

í húsnæði Hagfræðistofnunar, st. 312 í Odda.


Fundargerð.

Á fundinum voru úr faghópi: Brynhildur Davíðsdóttir, Daði Már Kristófersson og Sigurður Jóhannesson, sem ritaði fundargerðina. 

Aðrir:  Stefán Gíslason, formaður fyrri verkefnisstjórnar.

Dagskrá:

Val á virkjunarkosti til þess að taka fyrir í handbók um efnahagslegt mat á virkjunum. Rætt var um kosti sem kæmi til greina að skoða fyrir vinnu við handbók. Nefnt var að best væri að skoða kosti sem tölur um afl og kostnað lægju fyrir um og þar sem nokkuð ljóst væri hvað yrði gert. Ýmsir kostir voru nefndir en helst var staðnæmst við Urriðafossvirkjun.

Fleira var ekki rætt. Fundi lauk um klukkan 9. Annar fundur ekki boðaður.