26. fundur faghóps 2, 28.10.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

26. fundur, 28.10 2020, kl. 10:00 – 12:00.

Haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG). Einar Torfi Finnsson (ETF), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Sveinn Runólfsson (SR) auk Guðmundar Jóhannessonar (GJ) sem vék af fundi kl. 11.

Fundarritari: ADS


Fundur settur kl. 10:00

  1. Tilkynningar. 
    1. ADS sagði frá að ráðuneytið væri búið að gera samning vegna gerð „stóra-excel skjalsins“ fyrir mat faghóps 2 auk samnings um rannsókn á viðhorfi ferðaþjónustunnar til nýtingar hálendisins. 
    2. ETF greindi frá ferð sem hann fór í til að skoða fyrirhugað vindorkuver (Alviðra) í Borgarfirði. 
  2. Fyrirliggjandi gögn. 
    • Rædd var spurning formanns verkefnisstjórnar varðandi „Hvað þarf að gera til viðbótar til að geta klárað að fjalla um þá virkjunarkosti sem eru á borði 4. áfanga rammaáætlunar?“. Um er að ræða:  fimm vindorkukosti, sjö vatnsaflsvirkjanir og eina jarðvarmavirkjun. 
    • Mat faghópsins er að það vanti viðbótar upplýsingar um Alviðru í ljósi þess að hún var ekki með inni í rannsóknum faghópsins. Einnig væri æskilegt að þekkja viðhorf einstakra hagsmunahópa til vindorkuvera almennt eins og t.d. laxveiðimanna, sumarhúsaeigenda, göngufólks og þeirra sem eru fyrst og fremst að aka um þjóðveginn. 
    • Faghópur 2 þarf jafnframt á gögnum frá faghópi 1 að halda (t.d. loftmyndir, drónamyndir og ljósmyndir). Þegar faghópurinn er búinn að skoða það sem kemur fram á þeim getur hann lagt mat á hvort hann telji nauðsynlegt að fara í frekari vettvangsferðir á fyrirhuguð virkjunarsvæði. 
  3. Verkefni fram undan: 
    1. ETF var falið að koma með tillögur um skilgreiningu á áhrifasvæðum virkjanahugmyndanna sem unnið er með í 4. áfanga RÁ. 
    2. SSJ var falið að koma með tillögur um mat á þeim virkjunarkostum sem eru til stækkunar og eru til umfjöllunar í 4. áfanga RÁ.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 12:00.