30. fundur faghóps 1, 24.11.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 1

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

30. fundur, 24. nóvember 2020 kl. 11:15-12:30

Fjarfundur á Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KS), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð.

Aðrir: David C. Ostman (DCO), starfsmaður faghóps


Fundarfrásögn  

  1. Drög að fundargerð 29. fundar rædd og gerðar tillögur að breytingum. Fer að því loknu í hefðbundið samþykktarferli á Teams.
  2. Afmörkun matssvæða rædd áfram; meðal annars með hliðsjón af samræmi milli mismunandi gerða virkjunarkosta og mats á mismunandi viðföngum. Ákveðið að formaður kynni hugmyndir faghópsins fyrir verkefnisstjórn áður en lengra er haldið.
  3. Ekki er hægt að ljúka samantekt á gögnum og heimildum fyrir mat á virkjunarkostum fyrr en búið er að komast að niðurstöðu um afmörkun matssvæða. DCO útbýr til bráðabirgða kort miðað við mismunandi sviðsmyndir, þannig að hægt sé að þoka vinnunni áfram.
  4. Kynntar hugmyndir að sameiginlegum rannsóknum faghópa 1-3. Samþykkt að ÁLA vinni áfram með ÞÁ og formönnum annarra faghópa.

Fleira var ekki tekið fyrir. Næsti fundur faghópsins ákveðinn mánudaginn 7. des. kl. 10