19. fundur faghóps 1, 17.06.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 1 

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

19. fundur, 17. apríl 2020 kl. 13-14

Fjarfundur á Teams

FUNDARGE

Mætt úr faghópi 1: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð.
Þorvarður Árnason boðaði forföll.

Aðrir: David C. Ostman (DCO), starfsmaður faghóps.

Dagskrá:

  1. Verkefni fyrir faghóp 1
    Hugmyndir að verkefnum fyrir faghóp 1 hafa verið sendar til formanns verkefnisstjórnar, sem hefur áframsent þær á stjórnarmenn. Verður væntanlega tekið fyrir á næsta fundi

  1. Drög að samkomulagi við Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ)
    ÁLA kynnti drög að samkomulagi milli faghóps 1 (FH1) og NÍ. Hún og Trausti Baldursson hjá NÍ hafa undirbúið texta samkomulagsins, sem fjallar um aðgang og nýtingu á náttúrufarsgögnum frá NÍ. Í stuttu máli gengur samkomulagið út á að NÍ mun veita fulltrúa faghópsins—í þessu tilfelli DCO sem er starfsmaður hópsins—aðgang að tilgreindum náttúrufarsgögnum og upplýsa um mögulegar uppfærslur á þeim. Gögnin verða einungis nýtt við vinnu í þágu faghópsins og skuldbinda aðilar í faghópnum sig til að halda trúnað um upplýsingar er talist geta viðkvæmar að mati NÍ. Þá er faghópnum og DCO óheimilt að afhenda þriðja aðila gögn sem NÍ útbýr sérstaklega fyrir faghópinn.
    Sátt var um drögin og ÁLA falið að ganga frá samkomulaginu.

  1. Afmörkun matssvæða
    DCO, JSO og KJ kynntu vinnu við afmörkun matssvæða, sem gengur vel. Skortur á stafrænum gögnum um mannvirki tengd virkjanahugmyndum hamlar þeirri vinnu. DCO greindi einnig frá samskiptum sínum við Orkustofnun varðandi aðgang að gögnum frá þeim og hvaða gögn eru aðgengileg.

  1. Matsvinnan framundan
    Rætt var um matsvinnuna framundan og aðferðafræði við að meta þær hugmyndir er snúa að stækkunum á núverandi virkjunum. Einnig var rætt stuttlega um stöðu gagna varðandi einstaka virkjanahugmyndir, en sú umræða bíður betri tíma. Ákveðið að óska eftir sérstökum kynningum á virkjunarhugmyndum, líkt og var gert í RÁ3. ÁLA falið að koma óskunum á framfæri við formann verkefnisstjórnar.

Fleira var ekki tekið fyrir.