16. fundur faghóps 1, 18.02.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 1 

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

16. fundur, 18. feb. 2020 kl. 10:00 

Fjarfundur, Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð. 

Aðrir: David C. Ostman (DCO), verðandi starfsmaður faghóps.

Dagskrá

David var boðinn sérstaklega velkominn á fundinn, en hann mun vinna með og fyrir faghópa 1 og 2 í sambandi við korta- og GIS mál.

  1. Verkefnisstjórn hefur óskað eftir að faghópar geri áætlun um rannsóknaverkefni og aðra vinnu faghóps og aðstoðarmanna árið 2020.

  1. Farið var yfir öll viðföng sem faghópurinn metur og reynt að áætla gróft vinnuþörf fyrir hvert. Matið er þó allmikilli óvissu undirorpið, bæði vegna þess að ekki liggur fyrir hversu margar virkjunarhugmyndir verða til umfjöllunar og vegna þess að vinnan fyrir hverja hugmynd er mismikil eftir því hvers konar virkjun er um að ræða og stöðu þekkingar fyrir viðkomandi viðföng á virkjunarsvæðunum. Sömuleiðis er óvíst hversu margar virkjanahugmyndir koma úr biðflokki, en fyrir þær má oft að einhverju leyti byggja á vinnu í fyrri áföngum RÁ.

  1. Rætt var um rannsóknir og samantektarverkefni sem nauðsynlegt er að gera og/eða geta flýtt verulega fyrir og bætt mat á einstökum verkþáttum: (1) landslagsgreining vegna mats á vindorkukostum; (2) hitakærar örverur (á einungis við um jarðvarma); (3) flokkun á landi með hliðsjón af mikilvægi fyrir fugla; (4) kortlagningu yfir eldri fornleifaskráningar og (5) áhrif vindorkuvera á upplifun almennings á gæðum landslags. ÞÁ, TGG og SUP geri áætlanir um umfang og kostnað verkefna 1, 3, 4 og 5.

  1. Gögn sem þarf til að meta fyrirliggjandi virkjanahugmyndir (sem OS sendi til verkefnisstjórnar Rammaáætlunar í byrjun feb) og afmarka áhrifasvæði.

  1. Farið yfir hvaða gögn er um að ræða, hvar þau eru varðveitt og leiðir til að nálgast þau. Ákveðið að JSÓ rýni sérstaklega afmörkun áhrifasvæða fyrir vatnsaflsvirkjanir og KJ rýni afmörkun áhrifa fyrir jarðvarmavirkjanir, áður en þau koma til umfjöllunar faghópsins.

  1. Farið var yfir verklag yfir vinnubeiðnir og annan kostnað vegna starfa faghópsins. Í stuttu máli er ekki heimilt að stofna til kostnaðar, hvorki vinnu né útlagðs kostnaðar, nema fyrir liggi formlegt samþykki. Til að auðvelda tímabókhald eftir verkbeiðnum mun ÁLA útbúa Excel skjal sem hægt verður að hlaða niður af TEAMS.

  1. GIS vinna fyrir faghópinn.

  1. Rætt var stuttlega um einstök viðföng, gögn og kortavinnu sem þarf á að halda fyrir hvert og eitt. Sumt er keimlíkt en annað sértækara. Einnig var farið yfir mögulega framsetningu á þeirri kortavinnu, með myndum, einfaldri kortasjá eða GIS hugbúnaði.

  1. Önnur mál.
    Formaður verkefnisstjórnar tók vel í hugmyndir faghóps um að (a) kynna opinberlega niðurstöður rannsókna á vegum faghóps 1 og að (b) fá kynningu fyrir verkefnisstjórn og viðkomandi faghópa á tilskipun Evrópusambandsins um verndun vatna og vinnu henni tengdri. JSÓ falið að hafa samband við formanninn vegna þess síðarnefnda (b).

Fleira ekki á dagskrá. Fundi lauk kl. 12 og var næsti fundur faghópsins ákveðinn 6. mars, kl. 10.