Fréttasafn

Faghópur um samfélagsleg áhrif virkjana stofnaður

18.9.2015

Faghópur um samfélagsleg áhrif virkjana, sem skipaður var þann 9. júlí 2015, hefur tekið til starfa. Faghópurinn er sá þriðji sem verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar skipar og gengur í daglegu tali undir nafninu „faghópur 3“. 

Í skipunarbréfi hópsins er verkefni hans lýst sem svo: 

Verkefni faghóps III er að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið, svo sem áhrifa á félagslega velferð íbúa, samfélagslega fjölbreytni, samskipti, samstöðu, virkni og aðra þá þætti sem hópurinn telur æskilegt og mögulegt að leggja mat á. Hópnum er m.a. ætlað að þróa aðferðafræði sem nýtist við matið.“

Formaður hópsins er Jón Ásgeir Kalmansson, heimspekingur. Aðrir meðlimir hópsins eru Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands; Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embætti landlæknis; Magnfríður Júlíusdóttir, lektor við Háskóla Íslands og Páll Jakob Líndal, nýdoktor við Háskólann í Reykjavík. Skipunartími hópsins er til 25. mars 2017.