Vettvangsferð á Hengilssvæðið, 14. október 2015

Skýrsla

Faghópar og verkefnisstjórn fóru í kynnisferð um virkjunarsvæði á Hengilssvæðinu miðvikudaginn 14. október sl.

Þátttakendur:

# Nafn Aðild Þátttaka
1 Skúli Skúlason Faghópur 1 Allan tímann
2 Ása Lovísa Aradóttir Faghópur 1 Allan tímann
3 Birna Lárusdóttir Faghópur 1 Allan tímann
4 Gísli Már Gíslason Faghópur 1 Allan tímann
5 Kristján Jónasson Faghópur 1 Allan tímann
6 Tómar Grétar Gunnarsson Faghópur 1 Allan tímann
7 Anna Dóra Sæþórsdóttir Faghópur 2 Allan tímann
8 Einar Torfi Finnsson Faghópur 2 Allan tímann
9 Guðni Guðbergsson Faghópur 2 Allan tímann
10 Sigrún Valbergsdóttir Faghópur 2 Allan tímann
11 Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir Faghópur 2 Allan tímann
12 Jón Ásgeir Kalmansson Faghópur 3 Allan tímann
13 Herdís Helga Schopka UAR Allan tímann
14 Helga Barðadóttir Verkefnisstjórn Allan tímann
15 Þorleifur Eiríksson Verkefni um fjölbreytileika Allan tímann
16 Sigmundur Einarsson Verkefni um fjölbreytileika Allan tímann
17 Bílstjóri Fjallasýn Rúnars Óskarssonar Allan tímann

 

Auk þess tóku þátt í ferðinni:

# Nafn Staða Þátttaka
18 Marta Rós Karlsdóttir Forstöðumaður auðlinda, ON Ca. 13:00-17:00
19 Hildigunnur H. Thorsteinsson Forstöðumaður þróunar, OR Ca. 13:00-17:00
20 Bjarni Reyr Kristjánsson Jarðfræðingur, OR Ca. 13:00-17:00
21 Hólmfríður Sigurðardóttir Umhverfisstjóri OR Ca. 13:00-17:00
22 Gunnar Þorgeirsson Oddviti, Grímsnes- og Grafningshreppi Ca. 13:00-17:00
23 Hörður Óli Guðmundsson Varaoddviti, Grímsnes- og Grafningshreppi Ca. 13:00-17:00

 

Eftirtaldir virkjunarkostir voru skoðaðir:

Eftirfarandi virkjunarkostir, sem báðir eru til umfjöllunar hjá faghópum 3. áfanga rammaáætlunar, voru skoðaðir:

  • R3273A Innstidalur
  • R3275A Þverárdalur.

Leiðarlýsing:

Lagt var upp frá BSÍ kl. 12:00 og ekið sem leið liggur upp í Hellisheiðarvirkjun, þar sem starfsfólk ON og OR tók á móti hópnum í jarðhitasýningunni í Hellisheiðarvirkjun kl. 13:00. Þar hitti hópurinn einnig fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps. Starfsfólk ON og OR og sveitarstjórnarmenn komu svo í rútuna og allur hópurinn hélt upp á Skarðsmýrarfjall, þar sem sjá má yfir Innstadal. Fjallað var um fyrirætlanir ON um virkjun í Innstadal. Þar á eftir var keyrt í átt að Þverárdal í gegnum Bitru, horft yfir Þverárdalinn og fjallað um virkjunarkost ON þar. Eftir þennan bíltúr var haldið aftur í Hellisheiðarvirkjun þar sem boðið var upp á kaffi og góður tími gafst fyrir umræður. Haldið var aftur til Reykjavíkur um kl. 17:00.

 

/hhs