33. fundur faghóps 2, 03.05.2016

Fundarfrásögn

Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

33. fundur, 03.05.2016, 13:00-17:15

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

 

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Áki Guðni Karlsson (ÁGK), Guðni Guðbergsson (GG), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Sveinn Sigurmundsson (SS) og Sveinn Runólfsson (SR).

Forföll: Einar Torfi Finnsson (ETF) og Sigrún Valbergsdóttir (SV).

Fundarritari: ADS

  1. Fundur settur kl. 13:00.
  2. Kortlagning á áhrifum virkjana. Fjármagn hafði fengist til að kortleggja áhrif virkjana. Þegar þeirri kortlagningu lauk fóru þær AGS, SV og SSJ yfir kortin og lögðu til nokkrar breytingar. Faghópurinn fór yfir tillögurnar og gerði smávægilegar breytingar á matinu með hliðsjón af þeim.
  3. Innsendar umsagnir. Faghópurinn fór yfir þær umsagnir sem höfðu borist verkefnisstjórninni og ræddi viðbrögð við þeim.
  4. Endurskoðun lokaskýrslu. ADS var falið að breyta lokaskýrslu með hliðsjón af því sem rætt var undir fundarliðum 2 og 3. Hún sendir breytingartillögur á faghópinn í síðasta lagi föstudaginn 6. maí. Faghópurinn les skýrsluna yfir helgina þ.a. henni verði skilað til verkefnisstjórnar mánudaginn 9. maí. 
  5. Fundi slitið kl. 17:15.

 

ADS