16. fundur faghóps 2, 17.11.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

16. fundur, 17.11.2015, 10:30-14:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Áki Karlsson (ÁK), Guðni Guðbergsson (GG), Sigrún Valbergsdóttir (SV), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir á fjarfundi (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).

Forföll: Einar Torfi Finnson

Gestur: Adam Hoffritz (AH) var undir dagskrárliðnum um skiptingu í ferðasvæði.

Fundarritari: Þorbjörg Auður Ævarr Sveinsdóttir (ÞAÆS).

  1. Fundur settur kl. 10:30.
  2. Skilgreiningar á ferðasvæðum: Fyrir fundinn höfðu AGS og SV endurskoðað skilgreinar á ferðasvæðum og var tillaga þeirra send í tölvupósti fyrir fundinn. Á fundinum kynntu þær tillögurnar fyrir faghópnum og var áfram unnið í skilgreiningum á ferðasvæðunum, afmarkanir og legu þeirra. AGS og SV tóku að sér að halda áfram þeirri vinnu fyrir næsta fund ásamt því að koma með tillögu að skilgreiningu á áhrifasvæðum virkjananna.
  3. Endurskoðun aðferðafræði: Fyrir fundinn höfðu ADS og SSJ sent í tölvupósti tillögu sem felst í því að einfalda þann hluta að aðferðarfræði faghóps 2 sem snýr að ferðamennsku. Einföldunin felst í fækkun þeirra viðfanga sem lagt er mat á með hliðsjón af útreikningum frá Daða Má Kristóferssyni formanni faghóps 4. Tillagan var rædd og breytt lítillega. ADS og SSJ tóku að sér að endurskoða vogtölur á viðföngin og koma með tillögu að þeim fyrir næsta fund.
  4. Önnur mál:
    1. Fyrir fundinn hafði ADS sent út tillögu að spurningakönnun sem stefnt er að leggja fyrir ferðaþjónustuaðila. Faghópurinn telur hana tilbúna þ.e. það megi leggja hana fyrir. Leitað verður til Ferðamálastofu og Samtaka ferðaþjónustunnar upp á samstarf við að senda könnunina út á ferðaþjónustuaðila.
    2. ADS tilkynnti að fundur með Ferðamálastofu vegna aðkomu stofnunarinnar að rammaáætlun skv. 10. gr. laga um rammaáætlun (verndar- og orkunýtingaráætlun) verði 1. des. Ákveðið var að ADS og AGS myndu sækja þann fund fyrir hönd faghópsins.
  5. Fundi slitið kl. 14:00.

 ÞAÆS