13. fundur faghóps 1, 02.11.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 1 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

13. fundur, 02.11.2015, 09:30-14:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu


Mætt: Skúli Skúlason (SSk) formaður hópsins, Ása Lovísa Aradóttir (ÁLA), Birna Lárusdóttir (BL), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Sólveig K. Pétursdóttir (SKP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG) og Þorvarður Árnason (ÞÁ). Kristján Jónasson (KJ) sótti fundinn gegnum skype.

Gestir: Sigmundur Einarsson (SE) og Þorleifur Eiríksson (ÞE), Adam Hoffritz (AH) LUK-sérfræðingur.

Forföll: Gísli Már Gíslason (GMG) og Þorvaldur Þórðarson (ÞÞ).

Fundarritari: Herdís Helga Schopka.

 

  1. Fundur settur kl. 09:40. 
  2. Gestir kynntir: AH er nýr LUK-sérfræðingur rammaáætlunar og tók við af Ásu Einarsdóttur sem hvarf til annarra starfa í október. 
  3. Vinnan framundan: Rætt um vinnuna framundan, þ.m.t. mat sérfræðinga á virkjunarkostum sem fer að komast á fullt skrið. Samráðsfundir um niðurstöður matsins verða í janúar. Í kjölfarið verða niðurstöður teknar saman og afhentar verkefnastjórn eigi síðar en 17. febrúar 2016. 
  4. Kynning AH á lokaverkefni sínu í umhverfis- og auðlindafræði: AH kynnti helstu niðurstöður lokaverkefnis síns í umhverfis- og auðlindafræði, sem er um landslagsgreiningu á hálendi Íslands með LUK-aðferðum. Að þeirri kynningu lokinni kynnti AH stuttlega hvernig hópurinn getur skoðað LUK-gögn sem virkjunaraðilar hafa afhent fyrir virkjunarkosti. 
  5. Æfing á mati á virkjunarkosti – Skatastaðavirkjun C: Hver sérfræðingur kynnti sína úttekt á virkjunarkostinum Skatastaðavirkjun C. 
    1. Mat GMG og SSk á vatnalífi var kynnt af SSk.
    2. Fornminjar og menningarminjar á áhrifasvæði virkjunarkostsins, kynnt af SUP og BL.
    3. Jarðfræði og jarðminjar. KJ kynnti.
    4. Gróðurfar og fjölbreytni þess. ÁLA kynnti.
    5. Fuglar og virkjanir í Skagafirði. TGG kynnti.
    6. Landslag og víðerni. ÞÁ kynnti. 
    7. Að þessu loknu var umræða um gæði gagna og umræða frá fyrri fundum um það rifjuð upp, m.a. kynning TGG á ákveðinni samanburðarnálgun.
  6. Önnur mál: Engin önnur mál voru rædd. 
  7. Fundi slitið kl. 14:05.

 

HHS