72. fundur, 28.02.2017

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

72. fundur, 28.02.2017, 13:00-16:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigurður Arnalds (SA), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

  1. Fundur settur kl. 13:20.
  2. Upphaf fundar: SA var boðinn velkominn á fyrsta fund sinn í verkefnisstjórn rammaáætlunar. Formaður reifaði atburði síðan verkefnisstjórn skilaði umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum 26. ágúst 2016.
  3. Aukaverkefni verkefnisstjórnar skv. erindisbréfi dags. 25. mars 2013: Formaður lagði fram drög að minnisblaði um svonefnd aukaverkefni verkefnisstjórnar. Drögin voru rædd og formanni falið að vinna þau áfram í samráði við verkefnisstjórnina og leggja þau fram til afgreiðslu á næsta fundi.
  4. Reynsla verkefnisstjórnar af framkvæmd laga nr. 48/2011: Fram kom að verkefnisstjórn hefði hug á að taka saman minnisblað um reynslu sína af framkvæmd laganna. Farið var yfir nokkur atriði sem ástæða kann að vera til að taka til umfjöllunar í slíku minnisblaði og var formanni og starfsmanni verkefnisstjórnar falið að leggja drög að minnisblaðinu í samráði við verkefnisstjórnina og leggja þau fram til afgreiðslu á næsta fundi.
  5. Önnur mál: Fleira var ekki rætt.
  6. Fundi slitið kl. 15:59.

 

Herdís H. Schopka