13. fundur, 05.11.2013

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og nýtingu orkusvæða

13. fundur, 05.11.2013, 10:15-13:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Helga Barðadóttir (HB), Elín R. Líndal (ERL), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Hildur Jónsdóttir (HJ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

  1. Fundur settur kl. 10:15.
  2. Virkjunarkostir í neðri hluta Þjórsár: Faghópurinn um laxfiska í Þjórsá skilaði niðurstöðu sinni að kvöldi 04.11.2013 og var fyrri hluti fundarins notaður af fundarmönnum til að kynna sér niðurstöðuna. Svör við fyrirspurn verkefnisstjórnar frá 22.10.2013 (sjá fundargerð 12. fundar) bárust frá Landsvirkjun föstudaginn 01.11.2013 og var niðurstaða faghópsins m.a. byggð á þeim. Meirihluti verkefnisstjórnar telur niðurstöðu faghópsins byggja á traustum rökum og telur að að fenginni þessari niðurstöðu liggi nægjanleg gögn fyrir til að meta umrædda virkjunarkosti. ERL og HB gera fyrirvara við niðurstöðu faghópsins en eru sammála um að nægjanleg gögn liggi fyrir til að taka afstöðu. Í framhaldinu mun verkefnisstjórn leita umsagnar þeirra stofnana sem tilgreindar eru í 1.mgr. 10.gr. laga nr. 48/2011. SG og HHS var falið að senda erindi til stofnanna svo fljótt sem verða má.
  3. Umhverfismat áætlana: SG mun hafa samband við forstjóra Skipulagsstofnunar varðandi leiðbeiningar um hvernig verkefnisstjórn beri að nálgast þetta mál.
  4. Skipun faghópa: Endurskoðuð frumdrög að nafnalista voru kynnt og rædd. Ólíkar tegundir ferðamennsku og landbúnaðar ræddar og hvernig sé eðlilegt að skipta þessum „fögum“ upp innan faghópa. Ákveðið var að halda áfram vinnu við að skilgreina fagsvið innan hvers faghóps.
  5. ÓÖH yfirgaf fundinn kl. 12:00.
  6. Önnur mál: Frestað til næsta fundar.
  7. Næsti fundur: Ákveðið var að næsti fundur verði haldinn 13.11. kl. 09:00-12:00.
  8. Fundi slitið kl. 13:10.

 

Herdís H. Schopka