20. fundur verkefnisstjórnar, 08.06.2018

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

20. fundur 08.06.2018 kl. 8:45-12

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu


Mætt: Elín R. Líndal (ERL), Guðrún Pétursdóttir (GP), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Helgi Jóhannesson (HJ), Magnús Guðmundsson (MG), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD). Herdís Helga Schopka (HHS) hafði boðað fjarveru.

Gestir: Reynir Jónsson sérfræðingur skrifstofu fjármála og rekstarí UAR og formenn faghópa RÁ: Anna Dóra Sæþórsdóttir, Ása Aradóttir og Jón Ásgeir Kalmansson

  1. Fundur settur kl. 9:00.
  2. Fjármál Reynir Jónsson lagði fram ítarleg drög að minnisblaði um greiðslur til formanna og fulltrúa í faghópum, fyrirkomulag greiðslna og utanumhald kostnaðar vegna vinnu og verkefna á vegum faghópa. Umræður sköpuðust um einstaka þætti. Lokagerð minnisblaðsins verður send formönnum faghópa og stjórn. Reynir yfirgaf fundinn og aðrir gestir komu inn kl. 10.
  3. Svar við bréfi til ráðherra frá 27.03.2018  Formaður hefur gengið eftir formlegu svari við greindu bréfi og fengið þau svör að þess sé að vænta í byrjun næstu viku.
  4. Verkefnin framundan: 
    • Formaður hefur í samtölum við Jón Geir Pétursson skrifstofustjóra UAR og Guðna A Jóhannesson orkumálastjóra lagt áherslu á að rannsóknir sumarsins byggist á nýjustu útfærslum og gögnum um virkjanakostina sem teknir verða fyrir. 
    • Þann 3.6. 2018 óskaði formaður eftir gögnum frá  Orkustofnun um virkjanakosti sem eru í biðflokki gildandi rammaáætlunar og verkefnisstjórn hefur verið falið að láta rannsaka. Í svari orkumálastjóra 4.6.2018 kemur fram að OS býr yfir margs kyns gögnum sem safnað var í RÁ2. OS er tilbúin til að láta verkefnisstjórn og faghópum RÁ4 þessi gögn í té. Varaformaður verður í sambandi við OS um það. 
    • Í svari orkumálastjóra segir einnig:  „Ef Orkustofnun hefði verið höfð með í ráðum er mjög líklegt að forgangsröðun órannsakaðra virkjanakosta hefði verið með öðrum hætti.“  Formaður fór fram á að OS upplýsti verkefnisstjórn um forgangsröðun stofnunarinnar án tafar, og hét orkumálastjóri svari í byrjun næstu viku. 
    • Allir faghópar hafa þegar fundað og lagði ADS fram fyrstu drög að verkefnaáætlun faghóps 2. Samþykkt að halda áfram undirbúningi rannsókna við Hverfisfljót, þar sem tímarammi þeirra er mjög þröngur en önnur verkefni þurfa að bíða afgreiðslu á forgangsröðun. 
    • Áhersla verður lögð á samvinnu faghópanna til að nýta sem best rannsóknir.
  5. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00.

GP ritaði fundargerð.