1. fundur faghóps 2, 30.05.2018

Fundarfrásögn

Faghópur 2 

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

1. fundur, 30.05.2018, 14:00-16:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

 

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Einar Torfi Finnsson (ETF), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH) og Sveinn Runólfsson (SR).

Fundarritari: Herdís Helga Schopka (HHS).

Fjarverandi:  Guðmundur Jóhannesson hafði tilkynnt forföll.

 

  1. Fundur settur kl. 14:00.
  2. Virkjunarkostir til athugunar sumarið 2018: ADS fór yfir hvaða virkjunarkosti verkefnisstjórn RÁ óskar eftir að faghópurinn taki fyrir og fari af stað með rannsóknir á í sumar. Um er að ræða Hverfisfljót, Hvítá í Árnessýslu í byggð og Ölfusá og Hvítá í Borgarfirði. Ljóst er að ekki er um vel útfærða kosti að ræða. Engin eða takmörkuð gögn úr 2. áfanga liggja fyrir um ofan nefnda virkjunarkosti og útfærsla samsvarandi virkjunarkosta í 3. áfanga er breytt frá þeirri sem skoðuð var í 2. áfanga og sett í biðflokk af Alþingi. Í ljósi stöðu RÁ3 á Alþingi virðist ekki mega styðjast við gögn frá RÁ3 heldur einungis RÁ2. Faghópur ræddi þessi mál og telur rétt að verkefnisstjórn hafi samband við Orkustofnun og fari þess á leit að stofnunin afhendi frekari gögn um umrædda virkjunarkosti.
  3. Rannsóknir sumarsins: Rætt var hvers konar rannsóknir og gagnasöfnun hópurinn þyrfti að ráðast í í sumar. Ákveðið var að ADS myndi vinna rannsóknar- og fjárhagsáætlunum fyrir verkefnin.
  4. Fleira ekki rætt. Fundi slitið kl. 15:45.