Fréttasafn

Virkjunarkostir í 3. áfanga

25.3.2014

Þann 10. mars sl. sendi Orkustofnun verkefnisstjórn lista yfir virkjunarkosti til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar. Á listanum eru 55 kostir í vatnsafli, 38 kostir í jarðhita og 4 í vindorku. Alls fól Orkustofnun verkefnisstjórn því að fjalla um 91 virkjunarkost.

Nýir kostir sem ekki hafa hlotið umfjöllun í fyrri áföngum rammaáætlunar  eru 27 talsins. Þar af eru 15 í vatnsafli, 8 í jarðhita og fjórir í vindorku og er það í fyrsta sinn sem rammaáætlun metur annars konar orkukosti en í vatnsafli og jarðvarma. Af þeim 62 virkjunarkostum á lista Orkustofnunar sem voru flokkaðir í 2. áfanga rammaáætlunar lentu 30 í biðflokki, 13 í orkunýtingarflokki og 19 í verndarflokki.

Bréf Orkustofnunar og lista stofnunarinnar yfir virkjunarkosti má finna hér að neðan.

Virkjunarkostir í 3. áfanga - bréf Orkustofnunar