Efst á baugi
Morgunfundur um vindorku og landslag
Skipulagsstofnun og verkefnisstjórn rammaáætlunar standa, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir morgunfundi um vindorku og landslag 29. október kl. 8.30-10.30. Um er að ræða fyrsta fundinn í morgunfundaröð Skipulagsstofnunar um landsskipulagsstefnu, en stofnunin vinnur nú að tillögu til umhverfis- og auðlindaráðherra að viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem lögð verður áhersla á þrjú viðfangsefni: loftslag, landslag og lýðheilsu.
Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins og upplýsingar um skráningu er að finna á http://www.landsskipulag.is/um-landsskipulagsstefnu/vidburdir/morgunfundur-um-vindorku-og-landslag-1