4. áfangi rammaáætlunar

Verkefnisstjórn 4. áfanga tók til starfa í apríl 2017. Faghópar 1 og 2 voru skipaðir í lok maí 2018 og faghópur 3 í september 2018. Unnið er að endurbótum á aðferðafræði faghópanna meðan þess er beðið að Alþingi afgreiði tillögur verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar. Í því skyni hefur m.a. verið fundað með orkufyrirtækjum, umhverfissamtökum og aðilum ferðaþjónustunnar. Verið er að leggja lokahönd á rannsóknir sem ekki tókst að ljúka í tíð 3. áfanga og einnig er unnið að því að safna gögnum um nokkra virkjunarkosti í biðflokki gildandi rammaáætlunar.