Notkunarleiðbeiningar fyrir gagnabrunn

Í gagnabrunni þessum er að finna nánast öll gögn sem hafa orðið til í tengslum við rammaáætlun allt frá 2. áfanga hennar, sem hófst árið 2004. Í langflestum tilfellum er hægt að nálgast gögnin á rafrænu formi í gegnum gagnabrunninn.

Brunnurinn býður upp á tvenns konar virkni þegar leitað er að efni. Annars vegar er hægt að skoða (browse) eftir efnisflokkum (t.d. nafni skjals, nafni höfundar, tegund orkuvinnslu eða virkjunarkosti) og hins vegar er hægt að leita beint. Boðið er upp á venjulega leit, þar sem slegið er inn leitarorð, og ítarleit til að finna ákveðin skjöl á sem fljótlegastan hátt.

Unnið er að því að staðsetja og safna saman gögnum sem urðu til í 1. áfanga rammaáætlunar (1999-2003). Þessi gögn hafa ekki varðveist í skipulegu safni og ekki hafa fengist fjármunir til skipulegrar leitar og endurheimtar á þeim. Þegar og ef þessi gögn finnast mun þeim verða bætt í brunninn.

Efnisflokkar

Titill skjals: Skýrir sig sjálft

Höfundur: Höfundar skjalsins í stafrófsröð. Allir höfundar skjals eru skráðir og ekki er nauðsynlegt að vita hver er skráður fyrsti höfundur á skjölum með fleiri en einn höfund.

Útgáfuár: Oft er erfitt að vita hvenær nákvæmlega skjöl voru búin til enda kemur það sjaldnast fram í skjalinu sjálfu. Í slíkum tilfellum er miðað við árið sem viðkomandi skjali var bætt við á vef rammaáætlunar.

Tegund orkuvinnslu: Hér er skjöl flokkuð eftir því hvers konar orkuvinnslu er fjallað um.

Efnisorð: Skjöl flokkuð eftir meginefni.

Viðföng: Faghópar 1 og 2 í 2. og 3. áfanga nota ákveðin viðföng í vinnu sinni. Hér eru skjöl flokkuð eftir þeim viðföngum. Miðað er við að flokkarnir "efnisorð" og "viðföng" skarist sem allra minnst.

Tegund efnis: Ertu að leita að bréfi? Skýrslu? Korti? Hér er efnið flokkað eftir því hvers konar framsetningu um er að ræða.

Landshluti: Hér má flokka gögn eftir landshlutum.

Virkjunarkostur: Þægilegasta leiðin fyrir þau sem vantar upplýsingar um ákveðna virkjunarkosti og hvernig þeir hafa komið við sögu rammaáætlunar í gegnum tíðina.

Ítarleit - EKKI VIRK

Ofarlega á gagnabrunnssíðunni er að finna leitarglugga fyrir einfalda orðaleit. Hægra megin við hnappinn "Leita" er hnappur sem vísar í ítarleit, "Nánari leit".

Titill: Þegar byrjað er að slá inn nafn skjals birtist flettilisti yfir öll skjöl með titla sem byrja á sömu stöfum og slegnir hafa verið inn. 

Höfundur: Þegar byrjað er að slá inn nafn höfundar birtist flettilisti yfir alla höfunda með nöfn sem byrja á sömu stöfum og slegnir hafa verið inn. 

Hægt er að leita eftir öllum flokkum sem lýst er að ofan (útgáfuár, efnisorð, viðföng, tegund efnis, landshluti, virkjunarkostur og tegund orkuvinnslu) og einnig eftir flokkunum "eigandi efnis" (stofnun eða fyrirtæki þar sem efnið var búið til), "áfangi" (sá áfangi rammaáætlunar sem efnið var búið til í) og "tungumál". Við alla þessa flokka þarf að velja leitarorð úr fellilista, sem er tæmandi upptalning á þeim gildum sem er að finna í gagnabrunninum.

Við hvern leitarvalkost má auk þess velja boolean operator, þ.e. tvinna saman leitarorð með "OG", "EÐA" eða "EKKI"-skipunum.