38. fundur 06.02.2020

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

38. fundur 06.02.2020 kl 15-17

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið


Mætt: Verkefnisstjórn: Elín R. Líndal, Guðrún Pétursdóttir, Magnús Guðmundsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir

Á fjarfundi: Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson

Formenn faghópa: Anna Dóra Sæþórsdóttir Ása Lovísa Aradóttir, Jón Ásgeir Kalmansson

Frá UAR: Þorsteinn Sæmundsson

Fjarverandi: Sigurður Jóhannesson og Þórgnýr Dýrfjörð


Dagskrá:

Fundarmenn höfðu fengið gögnin sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórn þann 31. janúar 2020. Farið var yfir þær 12 virkjanahugmyndir sem sendar voru inn og rætt um þá viðbót sem OS boðar þann 1.apríl 2020.

Ljóst er að gæði gagna eru mjög misjöfn, enda tekur OS fram að varðandi vindorku hafi ekki verið lagt endanlegt mat á það hvort þau séu fullnægjandi.

Faghópar munu nú yfirfara innsend gögn og kanna hvaða viðbótargögn eru til.

Fram verður haldið góðu samstarfi við Skipulagsstofnun, ekki síst varðandi mat á hugmyndum um vindorkuver og verður forstjóra Skipulagsstofnunar boðið á fund verkefnisstjórnar. Einnig er brýnt að fá fréttir af stöðu mála hjá starfshópi um um mögulegar laga- og reglugerðarbreytingar vegna meðhöndlunar vindorkukosta í rammaáætlun, og verður formanni starfshópsins sömuleiðis boðið á fund. Þá er nauðsynlegt að fá upplýsingar um samspil innsendra virkjanahugmynda við flutningsnet raforku og verður forstjóra Landsnets boðið á fund verkefnisstjórnar.

Í upphafi starfs verkefnisstjórnar árið 2017 var fundað með Orkustofnun um aðgang verkefnisstjórnar að stafrænum kortum, myndgögnum og öðrum landupplýsingum sem eru mikilvægar til að skoða og bera saman innsendar virkjanahugmyndir. Ætlunin var að nýta sem allra best þá góðu vinnu við gagnaöflun og uppsetningu í landupplýsingakerfi sem Orkustofnun hefur skipulagt á undanförnum árum vegna orkunýtingar og orkukosta á Íslandi, flýta þannig fyrir starfi verkefnisstjórnar og faghópa, og koma í veg fyrir tvíverknað. Orkumálastjóri tók erindinu mjög vel á sínum tíma, en nú þarf að fylgja erindinu eftir og mun formaður hafa samband við orkumálastjóra svo ganga megi frá slíku samstarfi sem fyrst.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 17.

GP ritaði fundargerð