Fréttasafn

Vel sóttur kynningarfundur verkefnisstjórnar

4.11.2015

Opinn kynningarfundur verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar, sem var haldinn í dag kl. 14:00-15:30 í sal Þjóðminjasafnsins, var mjög vel sóttur. Á fundinum flutti formaður verkefnisstjórnar, Stefán Gíslason, erindi um stöðuna, framvindu mála og vinnuna framundan. Á eftir Stefáni fluttu formenn faghópa 1 og 2, þau Skúli Skúlason og Anna Dóra Sæþórsdóttir, stutt erindi um sína hópa og aðferðafræðina sem þeir nota. Auk þess flutti Ásgeir Brynjar Traustason, meðlimur í faghópi 3, stutt erindi um þann faghóp, sem nýverið hefur tekið til starfa. Að loknum erindum voru almennar umræður. Fundarstjóri var Leifur Hauksson.

Fundinum var streymt beint á netinu. Upptaka frá fundinum er nú aðgengileg hér á vefnum. Athugið að Google Chrome-vafrinn styður ekki þetta viðmót en horfa má á upptökuna í öllum öðrum algengum vöfrum, t.d. Firefox, Safari og Internet Explorer.