Fréttasafn

Tillögur verkefnisstjórnar um flokkun virkjunarkosta kynntar

Seinna samráðsferli að hefjast

19.12.2013

Að afloknu umsagnarferli um drög að tillögu um flokkun virkjunarkosta hefur verkefnisstjórn áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða útbúið tillögu að flokkun virkjunarkosta og óskar nú eftir umsögnum um tillöguna í samræmi við 3. mgr. 10. gr. laga nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun. Tillöguna og fylgigögn má nálgast hér á vef áætlunarinnar, www.rammaaaetlun.is.


Umsagnarferlið mun standa til miðnættis miðvikudaginn 19. mars 2014. Umsögnum má skila á netfangið rammaaaetlun@rammaaaetlun.is, í bréfapósti til starfsmanns verkefnisstjórnar, Herdísar Schopka, í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, IS-101 Reykjavík, eða á vef áætlunarinnar á þar til gerðum umsagnarvef sem mun verða opnaður í byrjun mars 2014.


Verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða


Fylgiskjöl:

Tillaga um flokkun virkjunarkosta 19. desember 2013

Skýrsla um laxfiska í Þjórsá

Beiðni um frekari upplýsingar frá Landsvirkjun

Svar Landsvirkjunar

Niðurstaða faghóps

Kort af virkjunarkostum í neðri hluta Þjórsár

Drög að tillögu að flokkun virkjunarkosta (birt 6.12.2013)